Blog Layout

Mössun og keramík húðun

Sonax Danól • August 20, 2020

Motormax býður SONAX keramík húðun á frábæru kynningarverði!

Profiline CC36 (ceramic coating 36) frá Sonax veitir lakki bílsins langtímavörn gegn UV geislum, eiturefnum og öðrum umhverfisáhrifum, svo sem salti, tjöru og vegryki. Umbreyttar nanóagnir tengjast saman og mynda þannig sérlega sterkan varnarhjúp svo að yfirborðið verður einstaklega vatnsfráhrindandi, hrindir frá sér ryki og verður sérlega auðvelt í þrifum. Varnarhjúpurinn eykur styrk og mótstöðu lakksins, gefur hámarksgljáa, frískar upp á liti og veitir þeim um leið einstaka dýpt. Vörnin endist í allt að 36 mánuði sé bíllinn þjónustaður árlega.

Nýlega fór Motormax í Vatnagörðum að bjóða uppá þessa þjónustu og hafa starfsmenn fyrirtækisins hlotið þjálfun í meðferð efnanna. Rétt er að taka fram að við mælum ekki með því að þeir sem ekki hafi hlotið þjálfun frá SONAX noti CC36.

Hér er ekki um hefðbundið bón að ræða heldur er meðferðin tekin skrefinu lengra þar sem bíllinn er massaður og öllum rispum eytt, en þannig fær lakk bílsins upprunalegt útlit. Að lokum er lakk bílsins keramík húðað með CC36. Eftir meðferðina þarf bíllinn að standa inni við kjörhitastig næturlangt. Viðskiptavinir fá afhent ábyrgðarskírteini ásamt góðum leiðbeiningum um umhirðu bílsins.

Hér má sjá starfsmenn massa lakkið til að lakkleiðrétta og undirbúa húðun.

Sjáið muninn fyrir og eftir meðferð! Starfsmaðurinn límdi miðju húddsins til þess að sýna muninn á augljósan hátt. Lakk bílsins var í tiltölulega góðu standi fyrir meðferð en þrátt fyrir það er munurinn gríðarlegur eins og sjá má!

Allt annað að sjá púströrið eftir SONAX meðferð! CC36 fer ekki á pústið, en hér er búið að massa það.

Notast var við efnin Cutmax, EX 04-06 og CC36 frá SONAX.

Nú býður Motormax uppá Sonax CC36 keramík húðun á frábæru kynningarverði:

Litlir fólksbílar: Verð frá 79.900 kr

Stórir fólksbílar & jepplingar: Verð frá 99.900 kr

Jeppar: Verð frá 109.900 kr

Breyttir bílar & sendibílar: Verðtilboð



Bókaðu tíma í keramík húðun hjá Motormax í síma 545-4040 eða á motormax@motormax.is.

By Sonax Danól October 23, 2020
Beast felguhreinsirinn er nýjasta SONAX varan á markaðnum í dag. Óhreinindi eiga ekki roð í þennan kraftmikla felguhreinsi en hann hentar fyrir allar stál- og álfelgur, málaðar, krómhúðaðar, gljáslípaðar og mattar felgur. Felguhreinsirinn er sýrufrír og fer vel með felguna. Hann hentar einnig á dekk með TPMS (eftirlitskerfi fyrir hjólbarðaþrýsting). Beast fæst hjá Olís og Byko! Felguhreinsirinn er einstaklega einfaldur í notkun: 1) Hristið brúsann fyrir notkun. 2) Úðið jafnt og vel á felguna úr stuttri fjarlægð. 3) Látið efnið vinna í 2-4 mínútur. Liturinn á efninu breytir þá lit úr tærum í rauðan og nær fullri virkni. 4) Fjarlægið sérstaklega erfið óhreinindi með bursta – notið viðeigandi hlífðarhanska. 5) Skolið efnið af með háþrýstidælu eða öflugri úðabyssu.
Share by: